Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Víði í markaleik
Föstudagur 12. september 2008 kl. 09:23

Tap hjá Víði í markaleik

Víðir tapaði í gær gegn ÍR á útivelli í miklum markaleik í 2. deild karla. Alls voru skoruð 10 mörk, en lokatölur leiksins urðu 6-4 fyrir heimamenn, en Víðir komst tvívegis yfir í leiknum. Geir Brynjólfsson, Knútur Rúnar Jónsson, Slavisa Mitic og Þorsteinn Þorseinsson skoruðu mörk Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víðir er í þriðja sæti 2. deildarinnar og er fjórum stigum á eftir Aftureldingu þegar tvær umferðir eru eftir. Þessi lið mætast í næstu umferð og þarf Víðir sigur til að eiga möguleika á að komast upp í 1. deildina.


VF-MYND/Þorgils: Víðir þurfti að sætta sig við tap í gær.