Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Víði í fyrsta leik
Mánudagur 11. ágúst 2008 kl. 11:09

Tap hjá Víði í fyrsta leik

Víðismenn töpuðu naumlega í fyrsta Evrópuleik sem íslenskt félag leikur í Futsal.  Mótherjarnir voru Jerevan frá Armeníu og fóru þeir með sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn þremur eftir spennandi leik.  Staðan í leikhléi var jöfn, 2-2.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var Atli Hólmbergsson sem skoraði fyrsta markið í þessum leik og kom þar með Íslendingum á kortið í Evrópukeppninni í Futsal.  Markið kom á 7. mínútu leiksins en í Futsal er leikið í 2x20 mínútur og leiktíminn ætíð stöðvaður er boltinn fer úr leik.  Armenar jöfnuðu skömmu síðar en Marko Blagojevic kom Víðismönnum aftur yfir á 18. mínútu.  Leikmenn Jerevan voru hinsvegar fljótir að jafna að nýju og þar við sat er dómarar leiksins, er komu frá Rúmeníu og Ítalíu, flautuðu til leikhlés.


Armenar komust yfir snemma í síðari hálfleik en Björn Vilhjálmsson jafnaði fyrir Víðismenn á 35. mínútu.  Það voru hinsvegar leikmenn Jerevan er nýttu reynslu sína betur og náðu að knýja fram sigur í leiknum með marki um þremur mínútum fyrir leikslok.  Jöfnunarmarkið lá í loftinu hjá Víðismönnum en allt kom fyrir ekki þrátt fyrir sláarskot á lokamínútunni.


Víðismenn leika gegn gestgjöfunum í Roubaix frá Frakklandi á morgun en þeir gerðu jafntefli gegn Parnassos frá Kýpur í æsispennandi hörkuleik.  Parnasoss var þremur mörkum yfir er sex mínútur voru til leiksloka en Frakkarnir játuðu sig ekki sigraða og jöfnuðu með marki á síðustu mínútu leiksins.  Þar vó stuðningur áhorfenda þungt en þeir nánast fylltu húsið og mynduðu mikla stemmningu á meðan leik stóð.  Ljóst er að um ramman reip verður að draga á morgun hjá Víðismönnum en þeir eru meira en tilbúnir í þann slag.

Riðillinn

www.ksi.is