Tap hjá Suðurnesjaliðunum
Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík töpuðu bæði leikjum sínum í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. Grindavíkurstúlkur töpuðu á heimavelli fyrir KR, 55:58, og var það Stefanía Ásmundsdóttir sem var best í liði heimastúlkna með 19 stig. Þá tapaði Njarðvík fyrir Haukum, 60:50, að Ásvöllum en Krystal Scott var allt í öllu hjá gestunum með 26 stig.Suðurnesjaliðin raða sér sem fyrr í þrjú efstu sætin að loknum 12 umferðum. Keflavík á þó leik til góða en þær eru langefstar með 22 stig, Grindavík er með 14 stig og Njarðvík 10.