Tap hjá Njarðvík á Selfossi
1. deildarlið Njarðvíkur beið lægri hlut fyrir Selfossi, 4-1, á útivelli í gærkvöldi. Selfyssingar komust í 2-0 áður en Kristin Örn Agnarsson minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks fyrir Njarðvíkinga. Það var hins vegar ekki nóg því Selfyssingar bættu við tveimur mörkum til viðbótar og tóku því öll þrjú stigin.
Staða Njarðvíkur í deildinni er erfið en þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar og eru í bullandi fallbaráttu. Þeir hafa hlotið 14 stig í 18 leikjum og eru þremur stigum á eftir Leikni R. sem er í 10. sæti þegar fjórum umferðum er ólokið.
Næsti leikur Njarðvíkur er gegn KS/Leiftri á útivelli, laugardaginn 30. ágúst næstkomandi en þetta er leikur sem Njarðvík verður að vinna ætli þeir að halda sér upp. KS/Leiftur er í neðsta sæti deildarinnar og því er um fallbaráttuslag að ræða.
VF-MYND/Gummi Rúnar: Njarðvíkingar eru í slæmri stöðu í 1. deild karla.