Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Njarðvík á Selfossi
Föstudagur 22. ágúst 2008 kl. 10:07

Tap hjá Njarðvík á Selfossi

1. deildarlið Njarðvíkur beið lægri hlut fyrir Selfossi, 4-1, á útivelli í gærkvöldi. Selfyssingar komust í 2-0 áður en Kristin Örn Agnarsson minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks fyrir Njarðvíkinga. Það var hins vegar ekki nóg því Selfyssingar bættu við tveimur mörkum til viðbótar og tóku því öll þrjú stigin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Staða Njarðvíkur í deildinni er erfið en þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar og eru í bullandi fallbaráttu. Þeir hafa hlotið 14 stig í 18 leikjum og eru þremur stigum á eftir Leikni R. sem er í 10. sæti þegar fjórum umferðum er ólokið.


Næsti leikur Njarðvíkur er gegn KS/Leiftri á útivelli, laugardaginn 30. ágúst næstkomandi en þetta er leikur sem Njarðvík verður að vinna ætli þeir að halda sér upp. KS/Leiftur er í neðsta sæti deildarinnar og því er um fallbaráttuslag að ræða.


VF-MYND/Gummi Rúnar: Njarðvíkingar eru í slæmri stöðu í 1. deild karla.