Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 12:48
Tap hjá Njarðvík
Njarðvíkurstúlkur voru í gær sigraðar af Val þegar liðin mættust í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Valur, sem aðeins var með tvo sigurleiki í vetur, sigraði með 10 stiga mun, 56-66. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 17 stig fyrir Njarðvík og tók 10 fráköst. Dranadia Roc skoraði 32 stig fyrir Val.