Þriðjudagur 11. febrúar 2003 kl. 09:00
Tap hjá Njarðvík
Njarðvík tapaði gegn KR, 68:58, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær en leikurinn fór fram á heimavelli KR. Krystal Scott var sem fyrr atkvæðamest í liði Njarðvíkurstúlkna en hún skoraði 29 stig. Njarðvíkurstúlkur eru í 4. sæti eftir 16 umferðir með 14 stig.