Tap hjá Loga og félögum
Logi Gunnarsson skoraði 10 stig og tók 3 fráköst fyrir Solna Vikings sem tapaði með tuttugu stiga mun 86-66 fyrir Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær.
Solna hefur gengið illa á útivelli það sem af er vetri, einungis unnið tvo af tíu leikjum en liðið er nú í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 19 leiki.
Mynd: Logi í leik með Njarðvík