Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflvíkingum
Þriðjudagur 14. september 2010 kl. 08:39

Tap hjá Keflvíkingum


Keflvíkingar sitja enn 7.-8. sæti í Pepsideild karla í knattspyrnu eftir að þeir töpuðu gegn Fram í gærkvöldi á heimavelli þeirra síðarnefndu. Úrslit leiksins urðu 2-1.

Framörum gengur allt í haginn þessa dagana og unnu þarna þriðja leikinn í röð. Sömu sögu er því miður ekki að segja af Keflvíkingum sem hefur gengið fremur illa eftir ágæta byrjun í upphafi keppnistímabils.

Halldór Hermann Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu fyrir Fram. Jöfnunarmark Keflvíkinga kom nokkrum mínútum síðar þegar þeir fengu óvænta aðstoð frá Jóni Guðna Fjólusyni sem skoraði sjálfsmark.
Það var svo á 77. mínútu sem Framarar náðu að gera út um leikinn með marki frá Almarri Ormarssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024