Tap hjá Keflavíkurstúlkum í fyrsta leik
Keflavík hóf leik í Domino´s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld er liðið mætti Val á Hlíðarenda. Keflavík byrjaði leikinn frekar illa og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-14. Annar leikhluti var góður að hálfu Keflavíkur og liðið var mun ákveðnara enda fór svo að liðið vann þann leikhluta með einu stigi og staðan í hálfleik 49-37 Val í vil.
Keflavík hélt uppteknum hætti í þriðja leikhluta og saxaði á forskot Vals en það dugði ekki til og sigruðu Valskonur 92-88.
Keflavík hélt uppteknum hætti í þriðja leikhluta og saxaði á forskot Vals en það dugði ekki til og sigruðu Valskonur 92-88.
Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 35 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir var með 12 stig og Guðbjörg Júlíusdóttir var með 10 stig.
Stigahæst í liði Vals var Karisma Chapman en hún skoraði 36 stig.
Næsti leikur Keflavíkur verður næstkomandi sunnudagskvöld er liðið tekur á móti Hamar.