Tap hjá Keflavíkurstúlkum í DHL höllinni
Keflavík og KR áttust við í hörkuspennandi deildarleik í kvöld þar sem baráttan var allsráðandi. Lokatölur leiksins urðu 78-74 heimamönnum í vil, en Hildur Sigurðardóttir tryggði KR sigur með galopnu sniðskoti þegar 2,47 sekúndur voru eftir af leiknum. Eftir það töpuðu Keflavíkurstúlkur boltanum í stöðunni 78-76 og brutu svo á Sigrúnu Ámundadóttur sem gerði endanlega út um leikinn með tveimur vítaskotum sem hún setti niður þegar innan við sekúnda lifði til leiksloka. Staðan í hálfleik var 41-34, KR konum í vil.
Stigahæst í liði Keflavíkur var Birna Valgarðsdóttir með 29 stig og 9 fráköst. Næst á eftir henni kom Pálína Gunnlaugsdóttir með 17 stig, en Svava Ósk Stefánsdóttir var með 10 fráköst og 5 stig.
Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 21 stig og 8 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 13 stig og 7 stoðsendingar, og Helga Einarsdóttir var með 11 fráköst og 10 stig. Margrét Kara Sturludóttir náði sér ekki á strik gegn sínum gömlu liðsfélugum úr Keflavík, en hún gerði aðeins 2 stig í leiknum.
VF-mynd/karfan.is