Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tap hjá Keflavíkurstúlkum
Laugardagur 2. júlí 2011 kl. 10:43

Tap hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurstúlkur áttu einn sinn slakasta leik í sumar þegar þær tóku á móti HK/Víkingi í gær í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur urðu 0-3 fyrir gestina en Keflvíkingar áttu í vandræðum með að skapa sér færi þrátt fyrir að vera töluvert með boltann.

HK/Víkingar skoruðu eftir aukaspyrnu í byrjun leiks eftir klaufagang í vörn Keflavíkur. Gestirnir svo bættu öðru marki við fyrir leikhlé og nú eftir hornspyrnu.

Strax í byrjun síðari hálfleiks gera gestirnir svo út um lekinn með þriðja markinu og þar við sat. Verskuldaður sigur HK/Víkings.

Staðan

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024