Tap hjá Keflavík og Grindavík
Keflvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni á útivelli í Domino’s deildinni í körfubolta. Heimamenn voru yfir allan tímann og innbyrtu sigur 98-83.
Þrátt fyrir stórleik Mindaugas Kacinas, nýjasta leikmanns Keflavíkur, dugði það ekki en kappinn skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Michael Craion skilaði 22 stigum og tók 9 fráköst. Keflvíkingar áttu ágætan dag en en mættu öfjörlum sínum því Stjarnan átti stjörnuleik og af frammistöðunni að dæma líkleg til að ná langt þegar kemur að úrslitakeppninni.
Stjarnan-Keflavík 99-83 (20-13, 29-26, 25-23, 25-21)
Keflavík: Mindaugas Kacinas 30/10 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 22/9 fráköst/8 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 8, Magnús Már Traustason 6, Reggie Dupree 4, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Mantas Mockevicius 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Nói Sigurðarson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Tvíframlengt hjá Grindavík
Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir ÍR á útivelli eftir að framlengja þurfti tvisvar 75-72. Grindavík er í 2.-3. sæti 1. deildar með 14 stig en Fjölnir er í efsta sæti með 18 stig. Njarðvíkurstúlkur eru í 4. sæti með 10 stig.
ÍR-Grindavík 75-73 (9-10, 11-9, 13-20, 24-18, 7-7, 11-9)
Grindavík: Hrund Skúladóttir 20/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/7 fráköst/5 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 14/4 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 9, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 2/10 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.