Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 10. maí 2003 kl. 13:29

Tap hjá Keflavík í úrslitum deildarbikarsins

Keflvíkingar léku til úrslita gegn ÍA í deildarbikarnum í gær á Valbjarnarvelli og máttu þola tap. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og þannig stóðu leikar einnig eftir framlengingar. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Skagamenn höfðu betur 4-2. Magnús Þorsteinsson skoraði mark Keflvíkinga í leiknum en þess má geta að Þórarinn Kristjánsson geigaði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik fyrir Keflavík.Keflvíkingar voru án efa sterkari aðilinn í leiknum og áttu ótal færi en voru óheppnir upp við markið þar sem Þórður Þórðarsson fór hamförum. Keflavík lét boltann ganga vel á milli sín á meðan leikmenn ÍA spiluðu frekar bragðdaufa knattspyrnu með kýlingum fram eftir vellinum.
Ef Keflavíkingar leika svona vel í 1. deildinni í sumar þurfa þeir ekki að hafa miklar áhyggjur af langri veru í næstefstu deild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024