Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflavík í fyrstu umferð
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, stóð sig vel og sýndi góða markvörslu á stundum. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 21:30

Tap hjá Keflavík í fyrstu umferð

Fyrstu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu lauk í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu lið Víkings heim. Stuðningsmenn og leikmenn Keflavíkur hafa beðið með eftirvæntingu eftir að hefja leik að nýju í efstu deild en því miður fóru þeir ekki nógu vel af stað. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerðu Víkingar.

Víkingar hófu leikinn ágætlega og náðu fljótlega stjórn á honum, héldu boltanum vel og pressuðu Keflvíkinga ef þeir unnu boltann. Víkingar voru mun hættulegri í byrjun og nokkrum sinnum þurfti Sindri Kristinn að taka á honum stóra sínum og sýna hvers hann er megnugur milli stanganna. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir að Víkingar kæmust yfir í leiknum á 19. mínútu eftir ágætlega útfærða hornspyrnu þar sem varnarmenn Keflvíkinga sofnuðu á verðinum og dekkuðu illa. Fyrirgjöf beint á kollinn á sóknarmanni Víkinga sem einn og óvaldaður skallaði í netið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar áttu sín færi í leiknum en eitthvað vantaði upp á að klára þau. Joey Gibbs komst næst því að skora fyrir Keflavík þegar skot frá honum stefndi í vinkilinn en markvörður Víkings var vandanum vaxinn og varði skot Gibbs á ótrúlegan hátt.

Heilt yfir höfðu heimamenn undirtökin í leiknum en Keflvíkingar virkuðu óöruggir í sínum aðgerðum og skorta sjálfstraust – væntanlega einhver taugaveiklun í gangi í fyrsta leik.

Næsti leikur Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla verður á sunnudag þegar Keflvíkingar leika gegn Stjörnunni á Nettóvellinum.