Tap hjá Keflavík en stórsigur hjá Grindavík
Það er hörku barátta framundan í síðustu þremur umferðunum i Lengjudeildinni í knattspyrnu en þrjú efstu liðin töpuðu um síðustu helgi, þar á meðal Keflavík en Njarðvík vann síðasta fimmtudag og liðin eru jöfn ásamt ÍR með 31 stig í 3.-5. sæti.
Keflvíkingar léku í gær gegn Þrótti Reykjavík og tapaði í fjörugum leik 3-2 á útivelli. Þróttarar skoruðu sigurmarkið á síðustu mínútunni.
Grindvíkingar sem sitja í 8. sæti deildarinnar unnu stórsigur 1-7 á Dalvík/Reyni fyrir norðan.
Keflvíkingar fá topplið Eyjamanna til Keflavíkur 30. ágúst en Njarðvík sækir Aftureldingu heim. Nágrannaliðin eigast svo við á laugardegi á Ljósanótt í næst síðustu umferðinni. Það er því mikil spenna framundan í deildinni, áður en úrslitakeppni um annað toppsætið fer fram.