Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Keflavík
Laugardagur 12. maí 2018 kl. 18:20

Tap hjá Keflavík

Keflavík mætti Breiðablik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, lokatölur leiksins voru 1-0 fyrir Blikum og Keflavík því aðeins komið með eitt stig eftir þrjár umferðir í deildinni. Keflavík byrjaði leikinn af krafti ásamt Blikum og sóttu bæði lið fast að marki hvors annars. Breiðablik skoraði mark á 37. mínútu með marki frá Gísla Eyjólfssyni og staðan því 1-0 fyrir heimamenn.

Í hálfleik gerði Keflavík breytingu á liði sínu en Aron Freyr Róbertsson kom inn á fyrir Adam Árna Róbertsson. Marc Ausland fékk gult spjald á 55. mínútu fyrir tæklingu, Dagur Dan Þórhallson kom inn á fyrir Frans Elvarsson á 64. mínútu en leikmaðurinn ungi er fæddur árið 2000. Keflavík átti góða sókn á 72. mínútu en Einar Orri náði ekki að koma boltanum í netið og Gunnleidur markmaður Breiðabliks varði vel. Sigurbergur Elísson fékk gult spjald á 73. mínútu þegar hann stöðvaði sókn Breiðabliks en Sigurbergur fór út af á 82. mínútu og Juraj Grizej kom inn á fyrir hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík fékk hornspyrnu á 93. mínútu en náði ekki að nýta sér hana og jafna leikinn, lokatölur leiksins því eins og áður sagði 1-0 fyrir heimamenn.