Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá Grindvíkingum í Hólminum
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 08:59

Tap hjá Grindvíkingum í Hólminum

Það er alltaf erfitt að fara í Hólminn og sækja þar stig. Því fengu Grindvíkingar að kynnast í gær en þá máttu þeir sætta sig við tap gegn heimamönnum í Snæfell í Dominos-deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 88-80 í leik þar sem heimamenn voru betri. Annar og þriðji leikhluti voru ekki góðir hjá gestunum frá Grindavík og undir lokin reyndist þeim erfitt að vinna upp forskot Hólmara.

Grindvíkingar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sex stig eftir fimm leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði: Grindavík: Sigurður Þorsteinsson 21/11 frák. Þorleifur 16/5 frák/6 stoðs. Jóhann Ólafsson 16/5 frák. Ómar Sævarsson 11/9 frák. Ólafur Ólafsson 7/6 frák/4 stoðs. Daníel Guðni 6. Björn Steinar 2. Jón Axel 1. Hilmir Kristjánsson 0. Jens Valgeir 0. Hinrik Guðbjartsson 0. Ármann Vilbergsson 0.