Íþróttir

Tap hjá Grindvíkingum - Pepsideildarbarátta kvödd
Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirliði Grindvíkinga - Mynd/fotbolti.net
Laugardagur 15. ágúst 2015 kl. 08:32

Tap hjá Grindvíkingum - Pepsideildarbarátta kvödd

„Við höldum áfram að sjálfsögðu. Við vorum að mæta gríðarlega sterku liði sem hefur ekki enn tapað á heimavelli og það þýðir ekkert að hætta núna. Við ætlum að halda áfram að safna í pokann og enda í topp fjórum”,“sagði Ásgeir Þór Ingólfsson eftir tap Grindvíkinga í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrny kvöld. Grindvíkingar gerðu sér ferð í höfuðborgina, nánar tiltekið í Laugardalinn og öttu kappi við Þróttara. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í 6. sæti 1. deildar karla en Þróttarar í því öðru. Þróttarar höfðu einnig unnið hvern einasta heimaleik sinn í sumar og var því á brattann að sækja fyrir þá gulklæddu. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og skiptust liðin á færum í fyrri hálfleik en ekki vildi boltinn finna netmöskvana. Annað var uppi á teningnum í seinni hálfleik sem var algjörlega eign Þróttara og skoruðu þeir verðskuldað mark á 61. mínútu. 5 mínútum seinna tvöfölduðu þeir forustuna með glæsimarki Omars Koroma. Heimamenn fengu rautt spjald á 81. mínútu en það hjálpaði Grindvíkingum lítið sem ekkert. Lokatölur urðu því 2-0 fyrir Þrótti sem styrktu því stöðu sína í öðru sæti. Grindvíkingar eru áfram í því sjötta og eru nú 12 stigum á eftir Þrótturum þegar 18 stig eru eftir í pottinum og verður kraftaverk að eiga sér stað til þess að Grindvíkingar vinni sér sæti meðal þeirra bestu að ári.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024