Tap hjá Grindavíkurstúlkum
- mættu Val í Pepsi deild kvenna
Grindavík mætti Val á heimavelli í gær í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn endaði með sigri gestanna en lokaúrslit leiksins voru 0-3. Grindavíkurstúlkur eru sem stendur í sjöunda sæti Pepsi deildarinnar og eiga þær þrjá leiki eftir.
Grindavík lék án Guðrúnar Bentínu Frímannsdóttur fyrirliða og Söru Hrundar Helgadóttur en báðar hafa þær verið að glíma við meiðsli. Róbert Jóhann Haraldsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við fótbolta.net að hann telur að sumarið sé búið hjá þeim vegna meiðsla.
Grindavíkurstúlkur mæta FH á heimavelli þann 6. september næstkomandi.