Tap hjá Grindavík í fyrsta leik sumarsins
Grindvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í 1. umferð PepsiMax-deildarinnar í knattspyrnu á heimavelli sínum, Mustad vellinum. Lokatölurðu 0-2.
Blikar skoruðu bæði mörkin í síðari hálfleik en Grindvíkingar voru búnir að vera þéttir fyrir varnarlega en komu ekki í veg fyrir mörk gestanna.
„Við vorum þéttir í vörn en mörk Blika var frábært einstaklingsframtak hjá báðum leikmönnum. Við erum með hófstilltar væntingar fyrir sumarið en það leggst ágætlega í okkur. Þjálfarinn er frábær og við ætlum að standa okkur,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga og undir það tók nýr þjálfari liðsins, Tofu. „Ég er bjartsýnn þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og hópurinn er góður. Ég er spenntur fyrir sumrinu og mér hefur verið vel tekið í Grindavík.
VF ræddi einnig við Guðmund Steinarsson, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. „Það var gríðarlegt mikilvægt að ná sigri á einum erfiðasta útivelli deildarinnar,“ sagði Gummi eftir leikinn.
Gunnar Þorsteinsson á fullu í leiknum við Blika.