Tap eftir vítaspyrnukeppni í Njarðvík
Úrvaldeildarlið Þróttar þurfti að hafa fyrir sigri sínum á Njarðvíkurvelli í gærköldi, enda réðust úrslit leiksins á bráðabana eftir að staðan var 3 - 3 eftir vítaspyrnukeppni. Endanleg úrslit leiksins voru 4 - 5. Leikur liðanna einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi leiks til enda framlengingar en heimamenn virtust staðráðnir í ná lengra enn áður í bikarkeppninni.Leikur Njarðvíkinga var góður og vorum þeir stanslaust að reyna að skapa eitthvað og stóðu alveg í úrvalsdeildarliðinu. Nokkur færi litu dagsins ljós en ekkert sem kallast dauðafæri. Guðni Erlendsson var kjörinn maður leiksins en hann eins og alllir aðrir leikmenn liðsins börðust allan leikinn.
Heimild: umfn.is
Heimild: umfn.is