Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tap eftir tvíframlengingu
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 09:18

Tap eftir tvíframlengingu

Grindavík ekki í úrslitakeppni eins og stendur

Tvær framlengingar þurfti til þegar Grindvíkingar sóttu Snæfell heim í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Snæfell hafði að lokum 110:105 sigur í mikilvægum leik í baráttunni um 8. sætið og úrslitakeppnina.

Hvorugt liðið ætlaði sér að tapa í þessum fjögurra stiga leik og var hann æsispennandi frá upphafi. Þegar í framlengingu númer tvö var komið virtist vera meira eftir á tanknum hjá heimamönnum. Grindvíkingar voru ekki að hita vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Þar skiluðu þeir 16% nýtingu, settu niður 6 af 38 skotum. Samtals tóku bræðurnir Ingvi Þór og Jón Axel Guðmundssynir 14 þriggja stiga skot og hittu úr engu. Jóhann Árni tók 11 skot og setti tvö niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar eru nú í 9. sæti tveimur stigum á eftir þremur næstu liðum.

Garcia skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga og tók 13 fráköst. Jón Axel var ekki langt frá þrennu, 22 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins