Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Tap eftir framlengingu í Breiðholtinu
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 21:24

Tap eftir framlengingu í Breiðholtinu

Keflvíkingar mæta Tindastólsmönnum í 8-liða úrslitum

Það var dínamísk stemning í Breiðholtinu þar sem ÍR og Keflavík fóru alla leið í framlengingu. ÍR gerði sér lítið fyrir og kreisti fram 88:87 sigur eftir gríðarlega spennandi lokamínútur. Það var í raun jafnt á öllum tölum í leiknum og hver karfa skipti öllu máli undir það síðasta.

Amin Stevens sendi leikinn í framlengingu þegar hann setti niður tvö víti þegar leiktíminn var úti Hann fór fyrir Keflvíkingum með 29 stig og 19 fráköst í leiknum. ÍR reyndust hins vegar örlítið sterkari í framlengingu og unnu sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Keflvíkingar munu mæta Tindastólsmönnum í úrslitakeppninni en norðanmenn eiga heimavallarétt. 8-liða úrslit hefjast 15. mars.

ÍR-Keflavík 88-87 (21-19, 24-26, 24-24, 12-12, 7-6)
Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 13, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 11/6 fráköst, Reggie Dupree 11, Daði Lár Jónsson 6, Ágúst Orrason 5, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Dubliner
Dubliner