Tap eftir fjögurra ára sigurgöngu
Loks kom að því að Njarðvíkurdrengir fæddir 1989 töpuðu körfuknattleiksviðureign, en þeir máttu sætta sig við tap gegn Val í úrslitaleik bikarkeppni 11. flokks í dag. Lokatölur voru 60-63 fyrir Val eftir að Njarðvíkingar höfðu leitt í hálfleik, 23-30.
Miklu munaði um að Hjörtur Hrafn Einarsson gat lítið beitt sér í seinni hálfleiknum vegna villuvandræða og munar um minna. annars voru skotin hjá þeim ekki að rata rétta leið og með Hjört á bekknum áttu Valsarar náðugri dag undir körfunum.