Tap á útivelli hjá Víðismönnum
Víðismenn töpuðu 3-2 gegn KFR í gær þegar liðin mættust í 3. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn í KFR komust tvívegis yfir í leiknum en Víðismenn náðu í bæði skiptin að jafna. Ekki tókst þeim þó að svara síðasta marki KFR manna sem kom hálftíma fyrir leikslok. Þeir Tómas Pálmason og Árni Þór Ármannsson skoruðu mörk Víðismanna í leiknum.