Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap á heimavelli hjá Njarðvíkingum
Miðvikudagur 13. nóvember 2013 kl. 21:56

Tap á heimavelli hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli sínum gegn Lele Hardy og félögum hennar í Haukum í Dominos-deild kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 65-74 í leik sem var frekar jafn allan tímann. Haukar reyndust sterkari í öðrum og þriðja leikhluta og þar lá munurinn á liðinum í kvöld. Fyrrum Njarðvíkingurinn Lele Hardy var illviðráðanleg að vana og skoraði hún meira en heilming stiga Hauka, eða 39 stig og tók 13 fráköst. Hjá Njarðvík var með Jasmine Beverly 27 stig og 11 fráköst.

Gangur leiksins: Njarðvík-Haukar 65-74 (16-16, 11-17, 21-24, 17-17)

Tölfræði-Njarðvík: Jasmine Beverly 27/11 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/10 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024