Tap á heimavelli
Grindvíkingar töpuðu gegn Víkingi Ó. þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli í 2. deild karla í fótbolta í gær. Gestirnir frá Ólafsvík fóru með 0-1 sigur af hólmi en sigurmark leiksins kom skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar hafa nú tapað tveimur leikjum í deildinni af þremur, og sitja í 9. sæti deildarinnar með þrjú stig.