Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 13. mars 2002 kl. 13:38

„Taldi vænlegast að fá upplýsingar hjá málleysingja“ - Eysteinn í Hong Kong

Eysteinn Hauksson varð að ósk okkar um að senda okkur pistla stöku sinnum frá Kína og eru sögurnar hans að vekja mikla kátínu hjá þeim sem þær lesa. Hér fyrir neðan eru nokkrar stórskemmtilegar sögur:Goðan daginn.
Þær vinkonur Valla og Læla eru orðnar nokkuð stor þattur i lifi okkar tveggja Islendinganna sem nu dveljum her i austri. Það er nefnilega svo að i lok æfinga þegar a að fara að teygja og slaka a þreyttum og spenntum voðvum þa tilkynnir þjalfarinn alltaf að nu se komin „LÆLA“. Þegar æfingunni er allri lokið þa er hins vegar sagt „VALLA“ og er þa væntanlega verið að vitna i að konunni hans Arna Ola,i þrottakennara i menntaskolanum a Egilsstoðum, se nu allri lokið yfir þessu fj... iþrottabrolti hans alla tið og kominn timi til að fara að hætta þessu.

Við hofum nu dvalið nokkrum sinnum i Hong Kong um nokkurra daga skeið i senn og erum við nu bara farnir að kannast aðeins við okkur þar, þratt fyrir að við eigum nu enn eftir að læra flest nofnin a folkinu i Hæðahverfinu. Hong Kong er an nokkurs vafa lang liflegasta borg sem komið hefur mer fyrir sjonir og hef eg nu komið til þeirra nokkurra. Er eg ekki fra þvi að staðir eins og Mjóifjörður og jafnvel Breiðdalsvik falli i skuggann, þó svo að þegar um matargerðarlist se að ræða,jafnist náttúrulega ekkert á við hamborgara, franskar og iskalda appelsin að hætti Guggu, á Hótel Bláfelli.
Verslanir eru allar opnar til kl.tiu eða ellefu a kvoldin og sama hvert maður fer,þá er allt krökkt af folki og ekki alltaf heiglum hent (a.m.k. jafn miklum heiglum og okkur) að komast leiðar sinnar. Á þriðju hverri minutu er maður stoppaður af manni sem spyr hvort maður vilji kaupa Rolex-eftirlikingu og þá yfirleitt með orðunum ; "If you WAAAAAAANT, I will geeeeeeve you a good price" sem mer finnst frekar fáránleg spurning þar sem allir eðlilegir menn vilja væntanlega fá að borga almennilega hátt verð,til að sanna karlmennsku sina og fjárhagslega yfirburði yfir sölumanninn.
Sölumenn flestra búða standa úti á gangstétt og reyna öll sálfræðileg brögð sem til eru i bókinni til að draga folk inn i verslanir sinar. Það er svo frekar þreytandi regla, þegar inn er komið, að það eru aldrei neinar verðmerkingar a vörunum heldur þarf maður alltaf að spyrja hvaða verð se sett upp og svo bjóða eitthvað fáránlega lagt verð a moti sem verður undantekningarlaust til þess að verslunareigandinn hnigur meðvitundarlaus til jarðar annað hvort af sorg eða i tryllingslegu hláturskasti. Hann býður svo helming af upphaflegu verði (sem er að sjalfsogðu bara það sem er rett verð) og þá eru báðir sáttir. Kúnninn gengur út, brosandi hringinn eftir að hafa fengið vöruna á rammfölsku hálfvirði a meðan búðareigandinn telur peningana, hlæjandi sinum „vondu-kalla-karate-mynda-hlatri“. Það var gaman að þessu i fyrstu 12 skiptin en siðan verð ég að viðurkenna að þetta er orðin ástæða þess að maður hreinlega nennir ekki inn i sumar verslananna.

Talandi um Hong Kong þá sló hæstvirtur Villinn enn eina ferðina i gegn hjá heimamönnum i einni heimsokninni um daginn en þá vorum við að leita að internetbar,til að geta sinnt blessaðri tilkynningaskyldunni. Hann vatt sér upp að ungri snót einni sem var að selja eitthvert smádót á gangstétt og spurði, sposkur a svip, á hreinræktaðri Islensk-ensk-júgoslavnesk-HongiskuKongisku um leiðbeiningar að slikum stað. Það var frekar fatt um svör þar til stúlkan unga pikkaði i öxl nærstadds vinar sins, sem byrjaði strax að veifa hondunum i hinar og þessar áttir a meðan Villinn horfði forviða á með „hvað er nu i gangi“ svip á brá. Það hafði þá farið svo, að af þeim SJÖ MILLJONUM manna sem búa a Hong Kong svæðinu, hafði drengurinn sá talið það vænlegast til árangurs að leita upplysinga um flókið gotukerfi stórborgarinnr......hjá málleysingja.

Jæja, nú er nóg komið i bili enda er ég löngu búinn að fa nóg af helv... hávaðanum hérna á netkaffinu. Reyndar eru heimamenn komnir með glænyja leið til að magna hann upp um nokkur decibel og felst hun i þvi að þeir eru búnir að fjarlægja mjúku plasttappana undan stólfótunum,þannig að i hvert skipti sem þeir skjóta ser aftur i stólunum til að standa a fætur, skerast þeir gróflega i yfirborð gólfflisanna. Gleymir maður þá i sma stund öllum sprengju- og hriðskotabyssuhljóðum og fær i staðinn hljóð sem sjálfsagt er ekki ósvipað þvi og þegar meðal miðaldra fill, öskrar af öllum kröftum upp i eyrað a manni, af um það bil sjö sentimetra færi. Þá held ég að ég vitni nú frekar i eitt spakmælið sem flaug her um daginn: „Best að koma sér heim og ná sér i smá lúr......... fyrir svefninn"!!!!!

Kveðja fra Zhaoqing,

Eysteinn

P.S. Eitt fyrir Keflvikingana. Sumir Kinverjanna taka háþróað islenskunámið afar alvarlega og sumir þeirra jafnvel farnir að taka „hið ástkæra“ fram yfir sina eigin tungu. Til dæmis má nefna það að ef þeir eru pirraðir á félögum sinum eða hneykslaðir áeinhverju háttalagi þeirra, þá fórna þeir höndum og öskra ,með fyrirlitningarsvip, að hætti Joa Ben:
"ESSS-SO MOLIIIIII???????? (Er það málið?)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024