Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tæpt tap gegn stórliði Króatíu
Sunnudagur 31. júlí 2005 kl. 01:24

Tæpt tap gegn stórliði Króatíu

Íslenska U-16 landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir Króatíu úrslitakeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í dag, 74-77. Flestir lykilmenn liðsins eru Suðurnesjamenn.

Króatíska liðið er geysisterkt og þykir ekki síðra en það gríska sem veitti strákunum ráðningu í fyrsta leiknum þannig að mikil framför var á milli leikja. Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson var stigahæstur Íslendinga með 20 stig og Hjörtur Einarsson kom honum næstur með 19 stig.

Drengirnir mæta Rússum á morgun í þriðja leik mótsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024