Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tæpasti sigur Njarðvíkinga í vetur
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 00:04

Tæpasti sigur Njarðvíkinga í vetur

Njarðvíkingar eru enn ósigraðir á toppi Intersport-deildarinnar eftir tæpan sigur, 91-92, á Skallagrími í Borgarnesi.

Leikurinn var óhemju jafn allan tímann og sýndu Skallarnir að það er engin tilviljun hversu vel þeim hefur gengið í fyrstu leikjunum í vetur. Þeir hittu óhemju vel utan af velli og lá munurinn í kvöld í því að Njarðvíkingar nýttu vítaskot sín vel á meðan þau gengu illa hjá heimamönnum.

Tölfræði leiksins

Haukar lögðu Njarðvíkinga að velli í 1. deild kvenna, 65-54, að Ásvöllum í kvöld.

Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukastúlkur voru komnar með forystu í hálfleik sem þær létu ekki af hendi. Helena Sverrisdóttir fór mikinn í liði Hauka og skoraði 16 stig og tók heil 19 fráköst. Í liði Njarðvíkur var Ingibjörg Vilbergsdóttir fremst meðal jafningja með 25 stig.

Tölfræði leiksins

Nánari fréttir í fyrramálið...

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024