Taekwondo-keppendur Keflavíkur gerðu vel á bikarmóti TKÍ
Um helgina fór fram bikarmót Taekwondosambands Íslands, annað af þremur bikarmótum í mótaröðinni. Að þessu sinni fór mótið fram í Mosfellsbæ og tóku flest félög landsins þátt. Siðusta mótið verður í maí, þar sem keppt verður í bardaga (kyorugi) og formum (poomsae) og spennandi að sjá hvaða félag verður hlutskarpast.
Árangur helgarinnar hjá Keflvíkingum var mjög góður – fimmtán gull, fjórtán silfur og átta brons.
Meðfylgjandi eru myndir frá Taekwondosambandi Íslands.