Eyþór og Andri keppa á Evrópumeistaramótinu
Eyþór Jónsson og Andri Sævar Arnarsson, taekwondo kappar úr Keflavík eru á leið á EM unglinga sem haldið er á Spáni í vikunni. Eyþór og Andri hafa æft með landsliðinu um áraraður og náð góðum árangri í keppni hérna heima sem og erlendis.
Helstu titlar sem þeir hafa unnið eru m.a. Bikar og Íslandsmeistarar, Norðurlandameistaratitlar og svo hafa þeir einnig unnið alþjóðleg mót í Hollandi og Skotlandi. Eyþór keppir á laugardag í -68 kg flokki og Andri keppir á sunnudag í -73kg flokki. Báðir flokkarnir eru stórir og sterkir en 35 sterkustu keppendur Evrópu í hvorum flokki munu keppast um að ná titlinum.
Hægt verður að fylgjast með ferðinni og fréttum af mótinu á tkdkeflavik á instagram.