Tae Kwon Do: Keflvíkingar sópuðu að sér verðlaunum
Keflvikingar voru sigursælir um helgina á bikarmótum TSH sem fóru fram í Keflavík um liðna helgi. Keflvíkingar voru langsigursælasta félag mótsins með 40 verðlaun, þar af 15 gull, sem er næstbesti árangur Keflavíkurliðsins frá upphafi. Skráðir voru 181 keppendur frá 10 félögum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig, þrátt fyrir smá tæknilega örðugleika í byrjun, og eiga starfsfólk og dómarar hrós skilið fyrir það. Keppendur mótsins voru Ástrós Brynjarsdóttir, Keflavík, í barnaflokkum og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Fjölni, í fullorðinsflokkum.
Keflavík bar af í keppni um félag mótaraðarinnar með yfir þrefalt fleiri stig en næsta félag á eftir og það lítur út fyrir auðveldan leik á næsta móti þar sem úrslitin ráðast.
Næsta mót TSH-bikarmótaraðarinnar og Barnabikars TSH, verður haldið á Selfossi og þar ræðst hverjir verða bikarmeistarar 2008-2009.
Hægt er að sjá úrslit og myndir frá mótinu um helgina á heimasíðu félagsins hér.