Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Syntu í tvo sólarhringa
Mánudagur 26. apríl 2010 kl. 09:48

Syntu í tvo sólarhringa


Fjögur sundfélög voru í æfingabúðum í Grindavík um helgina þar sem synt var linnulaust í tvo sólarhringa. Auk Grindvíkinga voru sundlið frá Breiðablik, Reyni Sandgerði og Vestra frá Ísafirði, alls 75 sundmenn.

Að sögn Magnúsar Más Jakobssonar, sundþjálfara í Grindavík, hafa félögin átt í samstarfi í nokkur ár og kom það til vegna tengsla þjálfaranna. Félögin hafa reynt að vera með sameiginlegar æfingabúðir tvisvar á ári.
--


Mynd/Þorsteinn Gunnarsson – Sundfólkið í Grindavík lætur sig ekki muna um að synda sólarhringum saman ef svo ber undir. Þessi mynd var tekin á sundlaugarbakkanum í desember 2007 þegar efnt var til áheitasunds.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024