Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Syntu 116,7 km til styrktar Andra
Laugardagur 29. desember 2007 kl. 13:41

Syntu 116,7 km til styrktar Andra

Maraþonsundi til styrktar Andra Meyvantssyni og fjölskyldu lauk í sundlaug Grindavíkur í gærkvöldi. Iðkendur við sunddeild Grindavíkur syntu alls 116,7 kílómetra og munu í dag og næstu daga ganga í hús í Grindavík til að innheimta áheit bæjarbúa.

 

Magnús Már Jakobsson yfirþjálfari sunddeildar Grindavíkur var hæstánægur með sundfólkið sitt þegar Víkurfréttir náðu af honum tali. ,,Krakkarnir voru þreytt eftir sundið en rosalega glöð. Það var reglulega gaman af þessu framtaki þeirra og við munum afhenda fjölskyldu Andra styrkinn snemma á nýju ári,” sagði Magnús en Andri Meyvantsson er með æxli við heilastofn.

 

,,Mamma Mía í Grindavík og Hérastubbur bakarí buðu svo krökkunum út að borða eftir sundið og kann sunddeildin þeim bestu þakkir fyrir,” sagði Magnús.

Búið er að stofna reikning sem hægt er að leggja inná til að styrkja fjölskyldu Andra:

 

reikningsnúmerið er: 0143-05-062993

kt. 1912645179

 

VF-Mynd/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – Öflugur sundhópur Grindavíkur þegar lagt var af stað í áheitasundið.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024