Sverrir Þór: Sigur það eina sem skiptir máli
„Ég er mjög ánægður með úrslitin. Það var sterkt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins gegn KR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar. Lokatölur leiksins urðu 95-87.
„Leikurinn hjá okkur var svolítið kaflaskiptur. Við byrjuðum hrikalega vel en duttum svolítið niður á milli. Við kláruðum leikinn svo sterkt.“
Nánar má heyra í Sverri í myndbandinu hér að neðan.