Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir Þór segir upp hjá landsliðinu
Föstudagur 7. mars 2014 kl. 12:05

Sverrir Þór segir upp hjá landsliðinu

Undrast vinnubrögð KKÍ

Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við KKÍ. Sverrir sem einnig er þjálfari Grindvíkinga í Dominos's deild karla er allt annað sen sáttur með vinnubrögð KKí

„Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en Vísir greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór.

„Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór ennfremur.

Sverrir ætlaði sér að standa við gerða samninga en segist varla geta hugsað sér það eftir svona framkomu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson að lokum.