Sverrir Þór íhugar að leika með Keflavík í úrvalsdeildinni
Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson er að íhuga að leika með liði Keflavíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. Sverrir lék knattspyrnu með Grindavík í Símadeildinni í sumar, en hann hefur verið viðloðandi báðar greinar í mörg ár. Á vefsíðu Keflvíkinga kemur fram að Sverrir hafi mætt á æfingar hjá liðinu undanfarna daga. Sverrir hefur áður leikið með, Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Tindastól í úrvalsdeildinni í körfuknattleik.