Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir Þór hættir með Grindvíkinga
Sverrir Þór ætlar að taka sér frí frá þjálfun á næsta tímabili
Fimmtudagur 9. apríl 2015 kl. 13:00

Sverrir Þór hættir með Grindvíkinga

Tekur sér frí næsta tímabil

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karla- og kvennaliðs Grindavíkur staðfesti í gærkvöldi að hann hyggst hætta störfum hjá Grindavík og taka sér frí frá allri þjálfun á næsta leiktímabili. Það er karfan.is sem greinir frá.

Sverrir hefur þjálfað bæði knattspyrnu og körfubolta frá því að hann lagði skóna á hilluna 35 ára gamall. Sverrir hefur verið mjög svo sigursæll á þjálfaraferlinum, þá sér í lagi á sviði körfuboltans. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta ku verða í fyrsta skipti sem Sverrir er ekki viðriðin spilamennsku eða þjálfun frá því að Sverrir hóf að stunda íþróttir ungur að árum.

Það er því mikið brottfall úr röðum Grindvíkinga þessa dagana því eins og Víkurfréttir greindu frá í gær hefur Ólafur Ólafsson ákveðið að söðla um og leika með franska liðinu St. Clement á næsta tímabili.