Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Írena Sól Jónsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóranna Kika Hodge Carr og Andrea Einarsdóttir.
Fimmtudagur 14. apríl 2016 kl. 09:54

Sverrir þjálfar Keflavík næstu tvö árin

Keflvíkingar semja við unga leikmenn

Keflvíkingar gengu frá samningum við unga leikmenn í körfuboltaliðum karla og kvenna á dögunum. Einnig var samið við þjálfarann Sverri Þór Sverrisson til næstu tveggja ára hjá kvennaliðinu, en honum til aðstoðar verður Gunnar Stefánsson.

Keflvíkingar sömdu við sex ungar og efnilegar í kvennaliðinu. Það voru þær Írena Sól Jónsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóranna Kika Hodge Carr og Andrea Einarsdóttir. Stelpurnar eru ýmist á 17. eða 18. aldursári og léku allar með meistaraflokki á liðnu tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá karlaliðinu var samið við þá Davíð Pál Hermannsson, Daða Lár Jónsson og Arnór Ingvason.