Sverrir þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Keflvíkingar semja við unga leikmenn
Keflvíkingar gengu frá samningum við unga leikmenn í körfuboltaliðum karla og kvenna á dögunum. Einnig var samið við þjálfarann Sverri Þór Sverrisson til næstu tveggja ára hjá kvennaliðinu, en honum til aðstoðar verður Gunnar Stefánsson.
Keflvíkingar sömdu við sex ungar og efnilegar í kvennaliðinu. Það voru þær Írena Sól Jónsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóranna Kika Hodge Carr og Andrea Einarsdóttir. Stelpurnar eru ýmist á 17. eða 18. aldursári og léku allar með meistaraflokki á liðnu tímabili.
Hjá karlaliðinu var samið við þá Davíð Pál Hermannsson, Daða Lár Jónsson og Arnór Ingvason.