Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir tekur við landsliðinu - Anna María til aðstoðar
Föstudagur 25. nóvember 2011 kl. 11:18

Sverrir tekur við landsliðinu - Anna María til aðstoðar

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur er næsti þjálfari A-landsliðs kvenna í körfuknattleik en þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ og mun hann stýra liðinu í næsta verkefni liðsins sem er Norðurlandamótið sem fram fer í maí 2012. Á heimasíðu KKÍ segir um Sverri:

„Sverrir er fæddur árið 1975 og hóf ungur að leika körfubolta enda íþróttin vinsæl í hans heimabæ Keflavík. Sverrir hefur alltaf vakið athygli fyrir ósérhlífni, baráttu á leikvelli og metnaði að leika góða vörn.

Sverrir lék með yngri landsliðum sem og A-landsliðinu á sínum tíma og svo var hann aðstoðarþjálfari U-20 ára landsliðs karla sem tók þátt í Evrópukeppninni fyrr á þessu ári.

Sverrir hefur verið þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur síðustu 2 ár ásamt því að hafa þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin 5 ár. Hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur á árunum 2004 – 2006 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn 2005.“

Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir verður aðstoðarþjálfari Sverris en þau hafa unnið saman áður með kvennalið Keflavíkur. Önnu Maríu þarf vart að kynna fyrir afrek sín í kvennaíþróttum á Íslandi en þar fer ein af sigursælustu konum allra tíma í hópíþróttum á Íslandi.

Norðurlandamót A-landsliða fer fram í Osló dagana 23. – 27. maí

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024