Sverrir Bartolozzi til Þróttar
Varnarmaðurinn Sverrir Bartolozzi hefur gert samning við knattspyrnufélagið Þrótt Vogum, Sverrir kemur frá Haukum en hann lék á síðasta tímabili stórt hlutverk með Völsungi í 2. deild karla og lék 21 leik, ásamt því að hann lék tvo leiki í Borgunarbikar karla. Sverrir er tvítugur að aldri og hefur spilað landsleik með U-17.