Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sverri boðið að þjálfa á Spáni
Sverrir og risinn Zan Tabak fyrrum leikmaður Houston Rockets.
Föstudagur 27. júní 2014 kl. 10:25

Sverri boðið að þjálfa á Spáni

Sverri Þór Sverrissyni þjálfara Grindvíkinga í körfubolta, var á dögunum boðið í æfingabúðir hjá Europe Basketball Academy, í Girona á Spáni. Sverrir stjórnaði þar æfingum en gestaþjálfarar eru gjarnarn fengnir til þess að heimsækja búðirnar. Sverrir mun vera fyrsti íslenski þjálfarinn sem er þess heiðurs aðnjótandi.

Um er að ræða sérstakar körfuboltabúðir sem eru fyrst og fremst hugsaðar sem sýningagluggi fyrir leikmenn sem vilja komast á samning hjá liðum í Evrópu. Sverrir segir reynsluna hafa verið góða en hann dvaldi á Spáni í fjóra daga við stífar æfingar frá morgni til kvölds. Hann segist hafa lært töluvert af reyndum þjálfurum á Spáni. „Þetta var frábær reynsla og maður lærir alltaf eitthvað nýtt í nýjum aðstæðum,“ segir Sverrir. Hann segir að margir frambærilegir leikmann hafi verið í búðunum en flestir séu þeir Bandaríkjamenn sem vilja komast að hjá liðum í Evrópu. Leikmenn borga fyrir að dvelja í æfingabúðunum en þjálfarar og umboðsmenn koma svo og fylgjast með þeim. Meðal þeirra sem Sverrir hitti fyrir var fyrrum leikmaður Houston Rockets, Zan Tabak en Króatinn stæðilegi hefur starfað um skeið sem þjálfari á Spáni. Hér að neðan má sjá viðtal við Sverri og svipmyndir frá körfuboltabúðunum á Spáni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024