Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Svekkjandi jafntefli í Grindavík
Fimmtudagur 28. júlí 2016 kl. 10:52

Svekkjandi jafntefli í Grindavík

Grindvíkingar urðu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Inkasso deildinni þegar lið Hugins kom í heimsókn til Grindavíkur í gær. Lokatölur 2-2 í leik þar sem ekki vantaði dramatíkina. Það var Björn Berg Bryde sem kom Grindvíkingum yfir í leiknum en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar. Huginn sem er í 11. sæti deildarinnar, náði svo forystu örfáum mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason misnotaði vítaspyrnu sem hefði getað jafnað metin fyrir Grindvíkinga þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Eftir mikla pressu og spennu náu Grindvíkingar að jafna á 93. mínútu leiksins, er þar var að verki Alexander Veigar Þórarinsson.

Grindvíkingar eru í toppbaráttunni og hefðu vissulega þegið þrjú stig í leiknum. Þeir sitja í öðru sæti fjórum stig á eftir KA.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024