Sveit ÍRB með nýtt aldursflokkamet á Speedomóti
Nýtt íslenskt meyjamet var sett af sveit ÍRB í 4x50m fjórsundi á Speedomóti ÍRB í Vatnaveröld sem fór fram laugardaginn 5. nóvember.
Sveitina skipuðu þær Hafdís Eva Pálsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Sólveig María Baldursdóttir og Ásta Kamilla Sigurðardóttir en þær syntu á tímanum 2.16,83. Gamla metið var líka í eigu sundstúlkna frá ÍRB og var frá árinu 2013 og var 2.18,64. Tæplega tveggja sekúndu bæting á gamla metinu, frábært sund og met hjá þessum ungu og efnilegu stúlkum.