Sveinn sigraði á jólamóti billiardklúbbs eldri borgara
Sveinn Jakobsson sigraði á jólamóti billiardklúbbs eldri borgara í Reykjanesbæ sem fram fór í Virkjun mánudaginn 13. desember. Alls tóku 23 eldri borgarar þátt í mótinu. Sveinn háði harða baráttu við Garðar Jónsson um sigurinn í mótinu. Um þriðja sætið léku Þeir Jósep Valgeirsson og Jón Pétur Guðmundsson og hafði Jósep betur á endanum.
Klúbburinn hittist tvisvar í viku í Virkjun, á mánu- og fimmtudagsmorgnum, frá klukkan 09.00. Klúbburinn hefur yfir að ráða 7 nýjum borðum sem þeir söfnuðu fyrir með góðri aðstoð fyrirtækja og Reykjanesbæjar.
Klúbburinn verður í jólafríi frá 21. desember og tekur til starfa fimmtudaginn 7. janúar 2011.
Mynd frá vinstri: Jósep, Sveinn og Garðar.