Sveindís skoraði sigurmark Íslands
Ísland vann 2:1 sigur á Sviss í seinni vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í þessum mánuði. Það var Keflvíkingurin Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrra mark Íslands (18') eftir góða sendingu frá Grindvíkingnum Ingibjörgu Sigurðardóttur en Sviss jafnaði skömmu fyrir leikhlé (39') og staðan því 1:1 í hálfleik.
Skömmu áður en Sveindís skoraði sigurmarkið hafði Sviss komið boltanum í net Íslands en markið verið dæmt af.


 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				