Sveindís skoraði í stórsigri gegn Belgum

Keflvíkingarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Katla María og Íris Una Þórðardætur eru hluti af U19 landsliði Íslands í knattspyrnu sem gerði sér lítið fyrir og lagði Belgíu 5-1 í gær. Íslendingar enduðu með fullt hús stiga í sínum riðli og var um slag efstu liðanna að ræða. Sveindís Jane skoraði eitt af mörkum Íslands. Liðið er nú komið áfram í milliriðla.