Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís mætti upp í stúku til heitasta stuðningsfólksins
Föstudagur 5. maí 2023 kl. 13:30

Sveindís mætti upp í stúku til heitasta stuðningsfólksins

Það var myndarlegur hópur stuðningsmanna Sveindísar Jane Jónsdóttur sem mætti á Emirates-völlinn 1. maí þegar Arsenal tók á móti Wolfsburg í undanúrslitaleik UEFA meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Þau lýsa stemmningunni þannig að það hafi verið brjálæðislega gaman og leikurinn hafi verið frábær. Tengdafjölskylda Sveindísar er mikið Arsenal-fólk sem átti svolítið erfitt með sig þegar Arsenal-söngvar voru sungnir. Þau voru þó trú sinni konu og mættu í skærgrænu Wolfsburg-treyjunni á leikinn og einnig á heimapöbb Arsenal fyrir leik. Wolfsburg tryggði sér farseðil í úrslitaleik meistaradeildarinnar sem verður í Hollandi 3. júní og þangað ætlar hópurinn næst. Á myndinni er Sveindís með hópnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024