Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane valin í hópinn sem mætir Ítalíu
Sveindís skoraði í sínum fyrsta leik með íslenska landsliðinu. Mynd: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 31. mars 2021 kl. 09:33

Sveindís Jane valin í hópinn sem mætir Ítalíu

Ingibjörg Sigurðar ekki með að þessu sinni

Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mun mæta Ítalíu í vináttuleik þann 13. apríl. 

Þetta verður fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Þorsteins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, sem leikur með sænska liðinu Kristianstad, er valin en hún hefur leikið fimm A landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Varnarmaðurinn sterki frá Grindavík, Ingibjörg Sigurðardóttir sem leikur með norska liðinu Vålerenga, verður hins vegar fjarri góðu gamni að þessu sinni en hún þyrfti að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu ef hún færi í leikina frá Noregi.

Ingibjörg í leik með íslenska landsliðinu. Mynd: Fótbolti.net