Sveindís Jane valin í hópinn sem mætir Ítalíu
Ingibjörg Sigurðar ekki með að þessu sinni
Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mun mæta Ítalíu í vináttuleik þann 13. apríl.
Þetta verður fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Þorsteins.
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, sem leikur með sænska liðinu Kristianstad, er valin en hún hefur leikið fimm A landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. Varnarmaðurinn sterki frá Grindavík, Ingibjörg Sigurðardóttir sem leikur með norska liðinu Vålerenga, verður hins vegar fjarri góðu gamni að þessu sinni en hún þyrfti að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu ef hún færi í leikina frá Noregi.